Sundlauganótt 2016 | Reykjavíkurborg

Sundlauganótt 2016

 
 

Sundlauganótt í Árbæjarlaug

List án landamæra færir sundlaugargestum Árbæjarlaugar ljóð sem verða um alla sundlaug í pottinum, inn í búningsklefa og fram í anddyri. Ljóðin eru eftir hin ýmsu íslensku samtímaljóðskáld. 
 
Kyndlar og kósýheit verða við potta á útisvæði.  
 
16-16:30 
Tónlist frá skjólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts
Hljómsveitin leikur nokkur létt lög við sundlaugabakka innilaugarinnar undir stjórn Snorra Heimissonar.
 
16:30-17:00
Sunddeild Ármanns kennir skriðsund.
 
17:00-18:30
Sunddeild Ármanns býður uppá sundlaugapóló
 
22:30-23:30
Sundlaugaflot í innilaug 
Samflot eru nærandi vettvangur fyrir fólk á öllum aldri, þau eru einstök leið til að losa spennu úr líkama og sál og veita manni magnað frelsi frá utanaðkomandi áreiti. Samflot skapa aðstæður fyrir djúpslökun og jafnvægi og rúm og tækifæri til að fínstilla lífstaktinn við andann. Heilsubætandi áhrif slökunar eru óumdeild og slökun í vatni eykur þau áhrif. Vanir leiðbeinendur verða á staðnum, aðstoða fólk og kynna verkefnið fyrir nýjum þátttakendum. Lánshettur í boði og allir eru hjartanlega velkomnir.
 
Í Árbæjarlaug verður svífið um næturhimininn í fylgd norðurljósagyðjunnar Áróru. List án landamæra og Iceland Aurora Films færa gestum seiðandi rauntíma myndskeið af dansi norðurljósanna, sem varpað verður á veggi og aðra fleti sundlauganna. Myndefnið er fangað af Snorra Þór Tryggvasyni og Sævari Helga Bragasyni. www.icelandaurorafilms.com

Sundlauganótt í Laugardalslaug 

16:00-18:00
Lyftingadeild Ármanns verður með opið hús, vöfflur og kaffi, prófaðu að lyfta undir leiðsögn, Fullsterkur 155 kg , Hálfsterkur 140 kg og Hálfdrættingur 49kg.
 
Kayakklúbbur Reykjavíkur verður með báta í innilaug fyrir gesti að prófa undir leiðsögn.
 
Karatefélag Reykjavíkur verður með opið hús í kjallara laugarinnar.
 
16.30-17.00
Skólahljómsveit Austurbæjar undir stjórn Vilborgar Jónsdóttur leikur nokkur lög.
 
17.00-17.30 
Hljómsveitin KARMA BRIGADE kemur í heimsókn og leikur nokkur þekkt íslensk dægurlög á sundlaugarbakkanum. Hljómsveitin er skipuð sex ungmennum á aldrinum 12-14 ára.
 
Auk þessarar dagskrár verður ljóðasýning í heitu pottunum á vegum Listar án landamæra. Kveikt verður á kyndlum og notaleg tónlist.
 

Sundlauganótt í Sundhöll Reykjavíkur

Selma Reynisdóttir og Hrefna Björg Gylfadóttir verða með ljós og hljóð innsetningu í klefum karla og kvenna.
Notaleg stemmning í heitapottinum.

Sundlauganótt í Vesturbæjarlaug

Í gufubaði Vesturbæjarlaugar er gestum boðið að njóta stundar þar sem láréttir sólstafir lýsa upp agnir vatnsdropa og hlusta eftir söng birtunnar. Kvennakórinn Katla túlkar tilfinninguna sem það er að þræða bjartdimman gang sólarinnar. Verkið stendur í 2 klukkutíma, milli klukkan 18 - 20. Sundlaugagestum er frjálst að flæða inn og útúr verkinu en kórinn mun gera það sama og því verður stöðug hreyfing í gangi. Höfundur verksins er Ragnheiður Harpa Leifsdóttir. Kórstýrur eru þær Hildigunnur Einarsdóttir og Lilja Dögg Gunnarsdóttir.
 
Sundlauganótt er hluti af Vetrarhátíð sem fer fram á höfuðborgarsvæðinu dagana 4. til 7. febrúar 2016 
 

Á sundlauganótt er frítt  inn í Árbæjarlaug, Laugardalslaug, Sundhöll og Vesturbæjarlaug frá klukkan 16:00 til 23:59

 
 
 
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 7 =