Styrkir skóla- og frístundaráðs | Reykjavíkurborg

Styrkir skóla- og frístundaráðs

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur veitir árlega almenna styrki til ýmissa verkefna og starfsemi sem á einn eða annan hátt stuðlar að bættu starfa á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Auk þess veitir ráðið styrki til ýmissa þróunar- og samstarfsverkefna á starfsstöðum sviðsins.

  

  • Frá afhendingu styrkja skóla- og frístundaráðs 2015
  • Frá afhendingu þróunarstyrkja 2015
  • Styrkþegar úr Fellahverfi 2013.

Umsókn um almenna styrki fer fram í gegnum Rafrænu Reykjavík.  

Umsóknarfrestur um þróunarstyrki er auglýstur ár hvert og er nú 1. febrúar 2018 fyrir úthlutanir til verkefna á starfsárinu 2018-2019.

Þróunarstyrkjum skóla- og frístundaráðs er úthlutað  í samræmi við áherslur sem settar eru í stefnu sviðsins. Markmiðið er að styðja við ýmis verkefni sem stuðla að nýjungum, rannsóknum eða nýbreytni í uppeldis- og fagstarfi leikskóla og grunnskóla og í frístundastarfi. 

Við úthlutun styrkja 2018-2019 verður sérstaklega horft til verkefna sem miða að því að efla þá hæfniþætti sem fram eru komnir í víðtæku samráði við mótun menntastefnu fyrir Reykjavíkurborg. Niðurstaðan er sú að í skóla- og frístundastarfi borgarinnar skuli á næstu árum leggja megináherslu á:

  • Félagsfærni - sýna samfélagslega ábyrgð og virkni
  • Sjálfseflingu - hafa sterka sjálfsmynd og trú á eigin getu
  • Læsi - skilja samfélag og umhverfi
  • Sköpun - beita skapandi hugsun
  • Heilbrigði - tileinka sér heilbrigðan lífsstíl og líða vel

Starfsstaðir skóla- og frístundasviðs eru jafnframt hvattir til að sækja um fyrir önnur verkefni en ofangreind áhersluatriði kveða á um til að gera skóla- og frístundastarf í borginni enn öflugra.

Skila skal umsóknum um þróunarstyrki ásamt fylgiskjölum til skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12-14 eða á netfangið sfs@reykjavik.is.     

Frekari upplýsingar um þróunarstyrki 
Frekari upplýsingar um reglur og umsóknir veitir Guðrún Edda Bentsdóttir fyrir grunnskóla, Ingibjörg M. Gunnlaugsdóttir fyrir leikskóla og Soffía Pálsdóttir, fyrir frístundastarf.
 


 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =