SORPA bs.

SORPA bs. er byggðasamlag sem starfar á grundvelli stofnsamnings frá 15. febrúar 1988, með síðari breytingum. Tilgangur þess er að annast sorpeyðingu fyrir stofnaðila þess.

Eftirtalin sveitarfélög eiga aðild að byggðasamlaginu: Reykjavíkurborg, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Sveitarfélagið Álftanes.

Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarsveitarfélagi og skal hann vera fulltrúi í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri sveitarfélags. Varamenn eru tilnefndir með sama hætti.

Kjörtímabil stjórnar er til tveggja ára frá upphafi kjörtímabils sveitarstjórna. Formennska skiptist á milli aðildarfélaganna. Stjórnarmenn fara með hlutfallslegt atkvæðavægi í samræmi við íbúafjölda hvers sveitarfélags.

SORPA bs. hefur aðsetur að Gufunesvegi en skrifstofa SORPU er að Gylfaflöt 5.