Ráðhús, viðburðastjórn

Viðburðastjórn Ráðhússins tekur ákvarðanir sem varða rekstur Ráðhússins, nýtingu Tjarnarsalarins til listsýninga og fleira. Í Ráðhúsinu eru alla jafna fjölmargir viðburðir í hverjum mánuði.

Helstu verkefni:

  • Afgreiðir beiðnir um afnot af Tjarnarsalnum og öðrum húsakosti Ráðhúss í samræmi við reglur þar að lútandi.
  • Afgreiðir beiðnir um leigu á rýmum í Ráðhúsi vegna hjónavígslna.
  • Afgreiðir beiðnir um þátttöku Reykjavíkurborgar í viðburðum og uppákomum í Tjarnarsal og öðrum húsakosti Ráðhúss.
  • Afgreiðir ýmis erindi er varða húsakost Ráðhússins, t.a.m. vegna flöggunar, lýsingar og merkinga.
  • Veitir umsögn um afgreiðslur á beiðnum um umfangsmiklar móttökur borgarstjóra  eftir atvikum.
  • Veitir umsögn um aðkomu borgarinnar að viðburðum/uppákomum eftir atvikum
  • Ber ábyrgð á að reglum um Tjarnarsal sé framfylgt og leggur til endurskoðun á þeim eftir þörfum.

 

Viðburðastjórn skipa:

Tinna Garðarsdóttir, fulltrúi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara (formaður).   

Aðalheiður Santos Sveinsdóttir, fulltrúi viðburðateymis og viðburðastjóri Ráðhúss.        

Hulda Gunnarsdóttir, fulltrúi samskiptateymis.             

Ósk Sigurðardóttir, fulltrúi húsvörslu

Sandra Dröfn Gylfadóttir, fulltrúi skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, starfsmaður viðburðastjórnar

 

Tjarnarsalur