Kjarasamningar, nefndir

Fjórar nefndir eru starfandi sem snú að kjarasamningum starfsfólks Reykjavíkurborgar. Það eru samninganefnd, starfskjaranefnd, kjaramálanefnd og kjaranefnd.

Kjarasamningar; samninganefnd, kjaramálanefnd, kjaranefnd.

Samninganefnd Reykjavíkurborgar er skipuð af borgarstjóra. Borgarráð fól borgarstjóra með samþykkt sinni 28. febrúar 1989 að annast kjarasamningsgerð fyrir hönd Reykjavíkurborgar með skírskotun í 3. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lög nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

Borgarstjóri skipaði í nefndina 16. október 2018.

Í samninganefnd Reykjavíkurborgar eru:

  • Harpa Ólafsdóttir, formaður
  • Ragnhildur Ísaksdóttir, varaformaður
  • Lóa Birna Birgisdóttir
  • Ásdís Ásbjörnsdóttir
  • Rakel Guðmundsdóttir
  • Kolbeinn Guðmundsson
  • Haukur Þór Haraldsson

Starfskjaranefnd

Fulltrúar samninganefndar ásamt fulltrúum stofnana og fyrirtækja borgarinnar sitja í samstarfsnefndum við hin ýmsu stéttarfélög og fara þær með mál sem upp kunna að koma á milli samninga. Starfskjaranefnd (samstarfsnefnd) var fyrst stofnuð vegna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar með samþykkt borgarráðs 19. desember 1947.

Samningsaðilar Reykjavíkurborgar eru um 30 stéttarfélög.

Kjaramálanefnd

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skipar fimm manna kjaramálanefnd, sem er stjórn og kjarasviði til ráðgjafar í vinnumarkaðsmálum, kjarasamningagerð og við undirbúning kjarastefnu og samningsmarkmiða Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kjaramálanefndin er skipuð tveim stjórnarmönnum og þrem sérfræðingum sveitarfélaganna í kjara- og starfsmannamálum. Auk þess sitja sérfræðingar kjarasviðs fundi nefndarinnar. Sviðsstjóri kjarasviðs stjórnar fundum nefndarinnar.

Stjórn sambandsins setur markmið og mótar stefnu sambandsins í kjaramálum og sviðsstjóri kjarasviðs og framkvæmdastjóri sambandsins bera ábyrgð á að markmiðum og stefnu sambandsins í kjarasamningagerð sé fylgt.

Kjaramálanefnd sambands íslenskra sveitarfélaga fer með samningsumboð Reykjavíkurborgar gagnvart Kennarasambandi Íslands vegna Félags grunnskólakennara, Skólastjórafélags Íslands, Félags tónlistarkennara, Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda í leikskólum.

Af hálfu borgarinnar á þar sæti:

  • Harpa Ólafsdóttir

Kjaranefnd

Kjaranefnd ákveður laun æðstu stjórnenda Reykjavíkurborgar en fylgist jafnframt með kjaraákvörðunum sviðsstjóra. Kjaranefnd skal fylgjast með ákvörðunum kjaranefndar ríkisins sem snerta þau embætti sem höfð eru til viðmiðunar. Kjör skv. ákvörðun kjaranefndar eru heildarkjör og skal ekki vera um frekari greiðslur að ræða. Netfang: kjaranefnd@reykjavik.is  

Kjaranefnd skipa:

  • Inga Björg Hjaltadóttir, formaður
  • Ólafur Darri Andrason
  • Guðbjörg Andrea Jónsdóttir

Til vara:

  • Runólfur Leifsson
  • Angantýr Einarsson
  • Drífa Sigurðardóttir

Hlutverk kjaranefndar / Samþykkt fyrir kjaranefnd Reykjavíkur