Almannavarnanefnd

Almannavarnanefnd starfar skv. lögum um almannavarnir nr. 82/2008. Á fundi borgarráðs 9. desember 2003 var samþykkt starfsskipulag almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, en aðild að henni eiga, auk Reykjavíkurborgar, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Kjósarhreppur, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær.

 Almannavarnanefnd starfar skv. lögum um almannavarnir nr. 82/2008.

Á fundi borgarráðs 9. desember 2003 var samþykkt starfsskipulag almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, en aðild að henni eiga, auk Reykjavíkurborgar, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Kjósarhreppur, Mosfellsbær og Seltjarnarnesbær.

Almannavarnanefnd er skipuð framkvæmdastjórum aðildarsveitarfélaganna auk eins kjörins fulltrúa frá hverju þeirra. Þá sitja þar lögreglustjóri og slökkviliðsstjóri, sem jafnframt er framkvæmdastjóri nefndarinnar.

Aðsetur almannavarnanefndar er hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins bs., Skógarhlíð 14.