Leikfélag Reykjavíkur, hússtjórn

Hússtjórn Leikfélags Reykjavíkur hefur eftirlit með rekstri  og viðhaldi fasteignar Borgarleikhússins og með efndum samnings milli Reykjavíkurborgar og Leikfélags Reykjavíkur um Borgarleikhús.

Samkvæmt samkomulagi Leikfélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar sem var samþykkt í borgarráði 16. júní 2004 er starfandi þriggja manna hússtjórn Borgarleikhúss. Tveir fulltrúar eru tilnefndir af borgarstjóranum í Reykjavík og einn er tilnefndur af stjórn LR.

Óli Jón Hertevig og Huld Ingimarsdóttir sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar í hússtjórn Borgarleikhúss.