Starhagi 1 – lóð fyrir flutningshús | Reykjavíkurborg

Starhagi 1 – lóð fyrir flutningshús

Reykjavíkurborg býður til sölu byggingarrétt á Starhaga 1 á föstu verði.

  • Starhagi 1 – lóð fyrir flutningshús

Skila þarf inn umsóknum um lóðirnar ásamt greinargerð um það hús sem flytja skal á lóðina og mun skipulagsfulltrúinn í Reykjavík meta umsóknirnar með tilliti til skipulagssjónarmiða svo sem stærðar lóðar og nýtingarhlutfalls.  Húsið þarf að falla vel að umhverfinu og vera í svipaðri stærð og nærliggjandi hús í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags. Gera má ráð fyrir niðurstöðu skipulagsfulltrúa innan tveggja vikna frá skiladegi umsókna. 

Umsókn skal innihalda myndir af húsi, innan og utan, teikningar af flutningshúsi ef til eru, upplýsingar um stærð grunnflatar, mænishæð, aldur húss og núverandi staðsetningu, auk byggingarsögu ef til er. Lóðin verður seld undir flutningshús. Verði ákveðið flutningshús fyrir valinu er óheimilt að byggja annars konar hús á lóðinni þrátt fyrir að deiliskipulag heimili það. 

Umsóknum  skal skilað í síðasta lagi fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 1. nóvember 2017 og skulu þær sendar á netfangið lodir@reykjavik.is með efnislínu Starhagi 1 – lóðarumsókn.   Einnig er hægt að skila til þjónustuvers Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 – 14, 105 Reykjavík . Öll gögn umsóknar í umslagi merkt „Starhagi 1 – lóðarumsókn”

dsc_1151-pano.jpg

Bæði einstaklingar og lögaðilar geta gert tilboð í byggingarréttinn með flutningshúsi.
Gert er ráð fyrir staðgreiðslu fyrir lóðirnar 45 dögum eftir samþykkt borgarráðs um úthlutun lóðar.

Helstu upplýsingar um Starhaga 1

  • Stærð leigulóðar er 710  fermetrar.
  • Hámarksgrunnflötur byggingarreits er  92  fermetra.
  • Heimilt að byggja kjallara hæð og ris.
  • Aðrir skilmálar, sjá deiliskipulag
  • Nýtingarhlutfall er 0,41 sem heimilar allt að 260 fermetra byggingu.
  • Verð byggingarréttar  20 milljónir auk  gatnagerðargjalda.
  • Lóðarleigusamningur verður gefinn út þegar lóðin er greidd.

Nánari skilmálar og upplýsingar:

Deiliskipulag sem tók gildi 2.3.2017 með auglýsingu í b-deild Stjórnartíðinda.

Einnig gilda Almennir lóða og framkvæmdaskilmálar frá júní 2013 eftir því sem við getur átt. Skoða skilmála.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 1 =