Starfsmannastefna | Reykjavíkurborg

Markmiðið með starfsmannastefnunni er að Reykjavíkurborg hafi alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta tryggt nauðsynlegt frumkvæði í störfum, veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum Reykjavíkurborgar.
Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi. Leitast skal við að skapa starfsmönnum aðstæður til að samræma starf og fjölskyldulíf.

Leiðarljós

 • Virðing fyrir fólki
 • Samvinna og sveigjanleiki
 • Jafnræði
 • Þekking og frumkvæði
 • Þjónustulund

Í þessu felst að stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar:

 • virða alla starfsmenn sína og viðhorf þeirra mikils,
 • virkja starfsmenn til að móta og bæta starfsemina,
 • starfa í anda jafnræðis og jafnréttis,
 • bjóða upp á verkefni þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín,
 • stuðla að því að starfsmenn geti aukið þekkingu sína og starfshæfni,
 • leggja áherslu á gæði starfs og hátt þjónustustig,
 • upplýsa starfsmenn um hlutverk þeirra og ábyrgð.

Þetta gerir þær kröfur til starfsmanna að þeir:

 • virði samstarfsmenn sína,
 • séu viðbúnir þróun og breytingum og taki þátt í þeim,
 • viðhaldi þekkingu sinni og auki við hana,
 • sinni starfi sínu af trúmennsku og metnaði,
 • sýni ábyrgð.

Starfsmannastefna Reykjavíkurborgar (í heild sinni)
Human Resource Policies

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 10 =