Starfsfólk - verkfærakista

Í verkfærakistunni má meðal annars finna fræðslu, gagnlegar heimasíður, allskyns skýrslur og gátlista sem snúa að ýmsu sem viðkemur kynjajafnrétti og hinsegin réttindum. Vinna með gátlistana getur verið gagnleg fyrir skóla í innleiðingu á kennsluefni fyrir kynja- og hinseginfræði samhliða öðru kennslu efni.

Kynjafræðsla

Hér má finna gagnlega fræðslu, leiðbeiningar, gátlista og verkefni í kynjafræðslu. 

Hinseginfræðsla

Hér má finna fræðslu, kveikjur, vefsíður og gátlista sem snúa að hinseginfræðslu.

Ákvæði um jafnréttismenntun barna

Í lögum nr.150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna eru skýr ákvæði um að á öllum skólastigum skulu nemendur hljóta fræðslu um jafnréttismál. Jafnrétti er jafnframt ein af grunnstoðum menntunar samkvæmt  aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Kyn og kynhneigð eru meðal þeirra þátta sem falla undir jafnrétti í aðalnámskrá og er áhersla lögð á að jafna möguleika drengja og stúlkna. Einnig eru tilgreindar fræðigreinar sem er talið eðlilegt að séu nýttar í skólastarfinu, en meðal þeirra eru kynjafræði og hinseginfræði.

 

Menntastefna Reykjavíkurborgar

Menntastefna Reykjavíkurborgar byggir á fimm grundvallarþáttum: félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði. Meðal þeirrar hæfni sem skal rækta er tilfinningalæsi, réttlætiskennd og leiðtogahæfni. Einnig skal rækta skýra og sterka sjálfsmynd barna og heilbrigði og vellíðan í daglegu lífi. Jafnréttismenntun, þ.m.t. kynja- og hinseginfræðsla er nauðsynleg til þess að tryggja að grundvallarþættir menntastefnunnar nái til allra barna, en ekki bara sumra.