Ársól er heilsuleikskóli sem vinnur eftir hugmyndafræði Heilsustefnu Unnar Stefánsdóttur og er jafnframt þátttakandi í verkefni Heilsueflandi leikskóli á vegum Embætti landlæknis.  Ársól er með pláss fyrir um 60 börn, á aldrinum níu mánaða til þriggja ára og deildarnar þrjár, Sjónarhóll, Sólheimar og Sunnukot eru allar aldursblandaðar.

Leikskólinn er ein heild og börn á öllum deildum hittast reglulega í útiveru, hreyfistundum, söngstund og í frjálsum leik í sameiginlegum sal skólans. Í salnum fara einnig fram markvissar hreyfistundir undir leiðsögn fagstjóra.

Markmið leikskólans er að stuðla að heilsueflingu leikskólasamfélagsins með áherslu á næringu, hreyfingu og sköpun í leik. Hugmyndafræðin byggir á því að ef barn fær hollan og næringaríkan mat og mikla hreyfingu spretti fram aukin þörf til að skapa.

Leikskólastjóri er Berglind Grétarsdóttir.

Heimilisfang: 
Völundarhús 1
112
Sími: 
563 7730
Netfang: 
Netfang: 
arsol@skolar.is