Siglunes er í raun ævintýramiðstöð við sjóinn þar sem hressum og kjörkuðum krökkum gefst kostur á að finna kröftum sínum og ævintýraþrá farveg. Á sumrin er boðið uppá siglinganámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum  9–16 ára, auk námskeiða er boðið uppá siglingaklúbb fyrir 10–16 ára unglinga sem hafa reynslu af siglingum og öðru bátasporti.

Á sumrin starfa 12 starfsmenn í Siglunesi. Starfsfólk er á aldrinum 22-46 ára. Starfsfólk er fagfólk á vettvangi frítímans. Afar rík áhersla er lögð á þjálfun starfsfólks. Starfsfólk er þjálfað í notkun báta og búnaðar sem notaður er á námskeiðunum, skyndihjálp og hafa starfsmenn mikla þekkingu og reynslu á viðfangsefni námskeiðanna. Starfsfólk Sigluness leggur áherslu á að öllum þátttakendum í starfinu líði vel og að dagskrá námskeiðanna sé fjölbreytt, þroskandi og skemmtileg.

Heimilisfang: 
Nauthólsvegur 104
101
Sími: 
551 3177
Netfang: 
siglunes@reykjavik.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 0 =