Gallerí Tukt - Hinu Húsinu | Reykjavíkurborg

Almennt um Gallerí Tukt

Gallerí Tukt  er sýningarsalur í hjarta borgarinnar. Sýningarsalurinn er 27m2  bjart rými með stórum „frönskum gluggum“ og er það staðsett á 1. hæð Hins hússins.

Galleríið leitast við að endurspegla allt það helsta á sjónrænum vettvangi í listsköpun hjá ungu fólki s.s. innsetningar, málverk, ljósmyndir, teikningar, hönnun, leirlist, grafík, tölvuverk, höggmyndir og fleira.

Hver sýning stendur yfir í 16 daga og fær listamaðurinn leiðsögn í að setja upp sýninguna og aðstoð við að kynna hana. Galleríið er opinn vettvangur fyrir ungt listafólk, jafnt leika sem lærða á aldrinum 16 - 25 ára. Sýningargestir á öllum aldri eru velkomnir.

Hvernig er sótt um að halda sýningu?

Tekið er á móti umsóknum í Hinu húsinu. Sýningarstjóri hjá Gallerí Tukt metur umsóknina og tekur ákvörðun um afgreiðslu hennar. Ef umsækjandi fær jákvætt svar fær hann úthlutað sýningartímabili og pappírana: „Vinnupunktar fyrir sýnendur“. Hann setur sýninguna upp í samráði við sýningarstjóra. Sækja þarf um með góðum fyrirvara. Upplýsingar um laus sýningartímabil og umsóknareyðublöð er hægt að nálgast í upplýsingamiðstöð Hins hússins. Æskilegt er að með umsókn séu fylgigögn þ.e. myndir af fyrirhuguðum eða fyrri verkum.

Hvað kostar þjónustan?

Þjónustan er sýnendum sem og sýningargestum að kostnaðarlausu.

Fyrirspurnir og/eða ábendingar:

Umsóknareyðublöð og upplýsingar er að fá í upplýsingamiðstöð Hins hússins í síma 411 5500 og hjá sýningarstjóra Gallerí Tukts sem hefur aðsetur í Hinu húsinu og er með síma 411 5526.

Heimilisfang: 
Pósthússtræti 3-5
101 Reykjavík
Sími: 
411 5500