Að Dalbraut 27 eru fjörutíu og sex einstaklingsíbúðir. Að Dalbraut  21-25 eru átján hjónaíbúðir eða þrjú raðhús með sex íbúðum hver. Heilsugæslulæknar eru starfandi við þjónustuíbúðirnar. Vakt er allan sólarhringinn og er innanhússbjöllukerfi tengt frá hverri íbúð inn á vaktherbergi. Þeir sem þess þurfa fá aðstoð við að fara í bað, dagleg persónuleg þrif og heimilishjálp. Þvottur íbúa er þveginn. Íbúar geta verið í fullu fæði ef þeir óska þess.

Félagsstarf er fjölbreytt og leitast við að  laga það að óskum íbúa.

Í félagsmiðstöðinni er boðið upp á ýmis konar þjónustu og hægt er að kaupa hádegismat alla daga vikunnar.

Nánari upplýsingar varðandi þjónustu eru veittar í síma: 411 2500.

Heimilisfang: 
Dalbraut 21-27
104
Sími: 
411 2500