Árskógar - félagsstarf | Reykjavíkurborg

Í Árskógum er bæði rekið opið félagsstarf og félagsstarf með stuðningi.

Opið félagsstarf felur í sér að ókeypis aðstaða/húsnæði er í boði og er það opið verktökum sem geta staðið þar fyrir ýmsum námskeið. Starfsmenn félagsstarfsins geta þó verið hópum innan handar um ýmis viðvik.

Félagsstarf með stuðningi er fyrir þá sem af einhverjum orsökum þurfa á stuðningi að halda til að geta stundað félagsstarf. Greitt er lágt þátttökugjald fyrir umsjón leiðbeinenda.

Markmið félagsstarfs er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.

 

Frístunda- og félagsstarfið í Árskógum er opið frá kl. 8.00 - 16.00 alla virka daga. Í Árskógum fer fram fjölbreytt starfsemi sem er ætluð fólki á öllum aldri. Þar er í boði öflug dagskrá með skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum sem færir leiðbeinendur, sjálfboðaliðar og verktakar leiða. Morgunverður, hádegisverður og kaffi eru í boði í mötuneyti Árskóga, en panta þarf heitan mat með fyrirvara. Sjá nánar um matinn hér.

Opið félagsrými er í húsinu með fjölbreyttri aðstöðu sem nýtist vel fyrir ýmiskonar hreyfingu, félagsstarf, fundi og ýmsa viðburði. Gott og notalegt rými er til staðar með fínu dansgólfi sem nýtist fyrir kaffi, spjall, bíósýningar, fyrirlestra og annað. Einnig eru hárgreiðslu- og fótaaðgerðastofur í Árskógum.

Frjáls aðgangur er að opnum rýmum til spilamennsku og húsnæðið er einnig lánað til ýmiskonar námskeiða, hópa- og klúbbastarfs eftir opnunartíma og á honum ef mögulegt er. Gestir hafa aðgang að tölvu og spjaldtölvum og nýjustu dagblöðin liggja jafnan frammi til lestrar. Helgistundir eru haldnar vikulega í umsjón presta Seljasóknar.

Umsjónarmaður félagstarfs í Árskógum: Anna Kristín Bjarnadóttir
Sími: 535 2700. Netfang: anna.kristin.bjarnadottir@reykjavik.is