Upplýsingatæknideild - UTD | Reykjavíkurborg

Upplýsingatæknideild (UTD) leiðir þróun og þjónustu í upplýsingatækni hjá Reykjavíkurborg með það að leiðarljósi að tryggja notendum bestu og hagkvæmustu lausnirnar til að ná hámarks árangri.

UTD rekur eina umfangsmestu upplýsingatækniþjónustu landsins, með á níunda þúsund tölvum á rúmlega þrjúhundruð starfsstöðvum. Notendur upplýsingatæknibúnaðar eru öll svið og skrifstofur Reykjavíkurborgar, verkfræðingar, borgarfulltrúar, nemendur, kennarar, starfsmenn íþróttamannvirkja, gestir bókasafna og almenningur svo dæmi séu tekin. Kerfin sem UTD ber ábyrgð á eru einnig fjölbreytt. Um er að ræða póstkerfi, afgreiðslukerfi, velferðarkerfi, bókhaldskerfi, umhverfisvöktunarkerfi, fjölmarga vefi og landupplýsingakerfi.

 

Starfsmenn UTD eru um 40 og skiptist starfssemin í tvo meginhluta:

  •     Þjónustuteymið rekur þjónustuborð og sinnir uppsetningu og viðhaldi á tölvubúnaði.
  •     Kerfisteymið sér um rekstur netþjóna borgarinnar og stýrir þróun hugbúnaðarkerfa.

UTD leggur ofuráherslu á að reka traust tölvuumhverfi og veita skjóta og góða þjónustu:

  •     Þjónustusamningar eru gerðir við skrifstofur og svið þar sem verð og þjónustugæði eru skilgreind.
  •     Starfsemi UTD er vottuð samkvæmt alþjóðlega öryggisstaðlinum ISO 27001.

Hér má finna nánari upplýsingar um upplýsingaöryggi og reglur um notkun tölvubúnaðar:

Stjórnendur upplýsingatæknideildar Reykjavíkur eru:

    Arnar Þór Sigurðsson, deildarstjóri UTD
    Dagný Einarsdóttir, teymissstjóri þjónustuhóps UTD
 

Vinsamlegast sendið allar beiðnir um þjónustu á netfangið utd@reykjavik.is

Allar ábendingar um þjónustu, atvik, kvartanir og hverskonar öryggisbrot sendist á utd.abending@reykjavik.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 5 =