Skrifstofa þjónustu og reksturs | Reykjavíkurborg

Skrifstofa þjónustu og reksturs

Skrifstofa þjónustu og reksturs hefur yfirumsjón með og annast samræmingu á þjónustu borgarinnar, sérstaklega rafrænni þjónustu, þjónustu í framlínu og upplýsingatæknimálum borgarinnar. Skrifstofa þjónustu og reksturs skipar fjórar starfseiningar: þjónustudeild, skjaladeild, upplýsingatæknideild og rafræna þjónustumiðstöð.

Skrifstofustjóri SÞR er Óskar J. Sandholt.

 

Framlínuþjónusta

Þjónustudeildin er ráðgefandi um þjónustumál og gegnir samræmingarhlutverki á sviði framlínuþjónustu hjá borginni. Deildin er ábyrg fyrir innleiðingu þjónustustefnu Reykjavíkur með aðkomu allra fagsviða og skrifstofa. Þjónustuver Reykjavíkurborgar sinnir móttöku gesta og erinda á Höfðatorgi og í ráðhúsi Reykjavíkur, ásamt símsvörun, vöktun upplýsinganetfangs borgarinnar og úrvinnslu fyrir flest svið og skrifstofur. Þjónustudeildin ber ábyrgð á rekstri og öryggismálum Ráðhúss, Höfðatorgs, Höfða, Tjarnargötu 12 sem og umsjón með mötuneytum Ráðhúss og Höfðatorgs.
Deildarstjóri þjónustudeildar er Halldór N. Lárusson.

Skjalamál

Skjaladeild tilheyra skjalaverið á Höfðatorgi og skjalasafn Ráðhúss. Þessar einingar hafa umsjón með skjalamálum miðlægrar stjórnsýslu og sviða sem hafa aðsetur á Höfðatorgi. Þar er jafnframt ábyrgð á faglegri þróun hópvinnu- og skjalavistunarkerfisins GoPro hjá Reykjavíkurborg.

Deildarstjóri skjaladeildar er Halla María Árnadóttir.

 

Upplýsingatæknimál 

Upplýsingatæknideild hefur yfirumsjón með upplýsingatæknimálum Reykjavíkurborgar. Skrifstofan ber ábyrgð á þjónustu vegna tölvubúnaðar, rekstri miðlægra kerfa, tæknilegu þróunarstarfi, hugbúnaðarþróun, samskiptum og samningum við birgja.

Deildarstjóri UTD er Arnar Þór Sigurðarson.

 

Rafræn þjónustumiðstöð

Rafræn þjónustumiðstöð stýrir vefþróun Reykjavíkurborgar og ber ábyrgð á rafrænni þjónustu borgarinnar. RÞM kemur einnig að framsetningu opinna gagna, tækninýjunga, ferlavinnu og hugmyndafræðilegri þróun notendaupplifunar. Rafræn þjónustumiðstöð starfar þvert á öll svið borgarinnar og vinnur náið með Upplýsingatæknideild.

Deildarstjóri RÞM er Þröstur Sigurðsson.

Skrifstofa þjónustu og reksturs
Borgartúni 12 - 14,
Sími: 4 11 11 11,
Netfang: upplysingar@reykjavik.is.

Snjallborgin - Smart City Reykjavík

Snjallborgin - Smart City Reykjavík tvinnar saman hagsmuni borgarbúa og tækninýjungar. Markmiðið er að bæta upplifun og lýðheilsu íbúa og ferðamanna, ásamt því að gera starfsemi borgarinnar skilvirkari og vistvænni.

Snjallstefna borgarinnar byggist í grunninn á því að hlusta á borgarann, nútímavæða innviði og fylgjast með ástandi þeirra í rauntíma, og vera þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknum sem skila mælanlegum niðurstöðum. Með því að samræma gríðargögnin sem myndast við þá vinnu og veita öruggt aðgengi að þeim á heildstæðan og myndrænan máta mun borgin skapa aukið virði í samstarfi við hagsmunaaðila eins og frumkvöðla-, vísinda- og háskólasamfélagið.

Snjallborgar teymið vinnur þvert á öll svið borgarinnar og vinnur m.a. náið með Rafrænni þjónustumiðstöð og Upplýsingatæknideild. Þá eru allir hagsmunaaðilar hvattir til að hafa samband við okkur til að koma ábendingum eða hugmyndum sínum á framfæri.

Nánari upplýsingar:

Kristinn Jón Ólafsson - Nýsköpun innviða og ferla; kristinn.jon.olafsson@reykjavik.is

Magnús Yngvi Jósefsson - Alþjóðlegar styrkumsóknir, rannsóknir og ferlar; magnus.yngvi.josefsson@reykjavik.is

 

Skipurit: 

Aðalskipurit Reykjavíkurborgar

Borgarstjóri Borgarritari Skrifstofa þjónustu og reksturs Snjallborgin Upplýsingatæknideild Skjaladeild Þjónustudeild Rafræn þjónustumiðstöð Image Map

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =