Mannréttindaskrifstofa | Reykjavíkurborg

Mannréttindaskrifstofa

Mannréttindaskrifstofa fylgir eftir ákvörðunum mannréttinda- og lýðræðisráðs. Mannréttinda- og lýðræðisráð starfar í umboði borgarráðs Reykjavíkur og mótar stefnu, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs í mannréttindamálum. Jafnframt hefur ráðið eftirlit með rekstri mannréttindaskrifstofu. 

 

Mannréttindaskrifstofa veitir fræðslu um mannréttindastefnu borgarinnar sem og um önnur mannréttindamál, en hægt er að senda fyrirspurnir og fræðslubeiðnir á mannrettindi@reykjavik.is. Mannréttindastjóri er Anna Kristinsdóttir.

 

Mannréttindastefna Reykjavíkurborgar byggir á mannréttindum og jafnræðisreglunni. Jafnræðisreglan eða bann við mismunun er ein grunnhugmynd mannréttinda. Hana er að finna í helstu mannréttindasamningum og í 65. gr. stjórnarskrárinnar en reglan kveður á um að bannað sé að mismuna fólki á grundvelli tiltekinna eiginleika þess eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum. Mannréttindaskrifstofa sér um að framfylgja mannréttindastefnu borgarinnar.

Bæklingur um mannréttindastefnuna á bæði íslensku og ensku hefur verið útbúinn.

Aðgerðaáætlun í mannréttindamálum 2018-2022.

 

Helstu verkefni mannréttindaskrifstofu eru: 

 • Annast framkvæmd mannréttindastefnu

 • Vinna ásamt mannréttindaráði að aðgerðaáætlunum í  mannréttindamálum

 • Fylgja eftir ákvörðunum mannréttinda- og lýðræðisráðs, öldungaráðs, fjölmenningarráðs, ofbeldisvarnarnefndar og ferlinefndar fatlaðs fólks

 • Eiga samvinnu við félög og önnur sveitarfélög í málum sem mannréttindastefna Reykjavíkurborgar nær til

 • Eiga samráð við tilnefnda mannréttindafulltrúa á sviðum borgarinnar

 • Efla samráð í mannréttindamálum innan borgarinnar

 • Eiga frumkvæði að verkefnum sem tryggja mannréttindi borgarbúa

 • Standa vörð um að borgarbúum sé ekki mismunað vegna uppruna, þjóðernis, tungumáls, litarháttar, trúarbragða, lífs-, stjórnmálaskoðana, trúleysis, kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna, aldurs, fötlunar, holdafars, líkamsgerðar, heilsufars, atgervis eða annarrar stöðu.

 

Á mannréttindaskrifstofu eru vistuð, auk mannréttinda-og lýðræðisráðs eftirtalin ráð og nefndir:

 • Öldungaráð Reykjavíkurborgar. Verksvið þess er að vera borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem er 67 ára og eldri.

 • Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar. Verksvið þess er að vera borgarstjórn og nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni hagsmuni borgarbúa sem eru innflytjendur.

 • Ofbeldisvarnarnefnd. Verksvið hennar er að vera borgarstjórn og nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um aðgerðir og viðbrögð við ofbeldi í samfélaginu.

 • Ferlinefnd fatlaðs fólks. Verksvið hennar er að móta stefnu í aðgengismálum, taka ákvarðanir og gera tillögur til umhverfis og skipulagsráðs sem varða verksvið hennar.

 

Fyrirspurnir og/eða ábendingar

Hægt er að hafa samband við skrifstofuna gegnum netfangið mannrettindi@reykjavik.is eða í síma  411 4156. Af hverju ætti ég að hafa samband við mannréttindaskrifstofu?

 

Fréttir - Mannréttindaskrifstofa

Ráðhús Reykjavíkur.
15. október 2018
Hver borg valdi einn texta eftir höfund frá viðkomandi borg, eða höfund sem tengist borginni með einhverjum hætti. 
11. október 2018

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 2 =