Kjalarnes | Reykjavíkurborg

Kjalarnes

Kjalarnes er fámennasta hverfið í Reykjavík en á sama tíma það lang stærsta að flatarmáli enda á sjálf Esjan heimilisfesti á Kjalarnesi. Á Kjalarnesi mætist sveit og borg en hverfið samanstendur af Grundahverfi og síðan dreifbýlinu sem nær frá Kollafirði og inn í Hvalfjörð. Talsverður landbúnaður er stundaður í hverfinu og eru verkefni margra íbúa þar harla ólík þeim viðfangsefnum sem flestir Reykvíkingar fást við á degi hverjum.

En þó að íbúar séu fáir eru þeir kraftmiklir enda löng hefð fyrir ýmis konar félagslífi á Kjalarnesi. Í Grundahverfi er glæsilegur grunnskóli, Klébergsskóli en í hverfinu er einnig leikskóli, sundlaug, frístundaheimili og fleira. Fólkið á Kjalarnesi velur sér að búa á mörkum sveitar og borgar og fær í staðinn nálægð við náttúruna og mikið rými fyrir hvern og einn.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

11 + 7 =