Hlutverk Innri endurskoðunar er að fara með fjármála- og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg í umboði borgarráðs. Í því felst að með störfum sínum leggur Innri endurskoðun mat á og bætir virkni áhættustýringar, eftirlitsaðferða og stjórnarhátta hjá stofnunum og félögum í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar er Hallur Símonarson, hallur.simonarson@reykjavik.is.

 

 

Verksvið Innri endurskoðunar er umfangsmikið. Hún þjónar skipulagsheildinni með því að aðstoða hana við að ná markmiðum sínum og bæta rekstur, áhættustjórnun, innra eftirlit og eftirlitsumhverfi.

Innri endurskoðun starfar samkvæmt sérstökum starfsreglum sem borgarráð setur, auk þess að taka í störfum sínum mið af alþjóðlega viðurkenndum stöðlum alþjóðasamtaka innri endurskoðenda um innri endurskoðun.

Innri endurskoðun er borgarráði, borgarstjóra og öðrum stjórnendum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um mál er lúta að innri endurskoðun og meðferð og nýtingu fjármuna Reykjavíkurborgar. Þá er Innri endurskoðun æðstu stjórnendum borgarinnar til aðstoðar við að hagræða í rekstrinum með áherslu á úrbætur á vinnuferlum og breytingar sem horfa til framfara.

Borgarráð getur falið Innri endurskoðun úttekt á einstökum stofnunum og þáttum í rekstri Reykjavíkurborgar. Jafnframt geta forstöðumenn fyrirtækja, stofnana og rekstrareininga hjá Reykjavíkurborg með rökstuddum erindum óskað úttektar eða innri endurskoðunar á starfsemi sem undir þá heyrir.

Í þeim tilvikum sem innri endurskoðunardeild starfar innan dótturfélaga í eigu borgarinnar hefur Innri endurskoðun gæðaeftirlit með þeirri starfsemi.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 1 =