Vesturlandsvegur, lýsing

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 26. apríl 2017 og borgarráði Reykjavíkur þann  5. maí 2017 var lýsing vegna vegna nýs deiliskipulags á Vesturlandsvegi, samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í lýsingunni er fjallað um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg. Afmörkun fyrirhugaðs deiliskipulags er frá sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ að afleggjaranum inn í Hvalfjörð. Um er að ræða ca. 14 km kafla og helgunarsvæði hans. Með deiliskipulaginu næst heildstætt yfirlit yfir tengingar fyrir hliðarvegi, stíga og reiðleiðir auk fleiri umferðaröryggismála sem þarf að útfæra í skipulagi.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

8 + 0 =