Á fundi umhverfis og skipulagsráðs þann 14. desember 2016 og borgarráðs þann 22. desember 2016 var lögð fram lýsing deiliskipulags norðan Stekkjarbakka, þróunarsvæði Þ73, dags. 1. desember 2016. Deiliskipulagssvæðið er hluti af gildandi skipulagi Elliðaárdals og er um 15 hektarar að stærð og afmarkast af Stekkjarbakka til suðurs, Höfðabakka til austurs og göngustíg við mislægu gatnamótunum við Reykjanesbraut til vesturs.

Lýsing var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar Skipulagsstofnunar, Hverfisráðs Breiðholts, Hollvinasamtaka Elliðaárdals, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar Íslands, Borgarsögusafns Reykjavíkur , OR/Veitur, auk eftirfarandi deilda og sviða Reykjavíkurborgar: Samgöngudeild umhverfis- og skipulagssviðs, Heilbrigðiseftirlitið, Skrifstofa eigna og atvinnuþróunar, Skrifstofa framkvæmda og viðhalds hjá umhverfis- og skipulagssviði, Skrifstofa náttúru og garða hjá umhverfis- og skipulagssviði. Skrifstofa reksturs og umhirðu hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Svar umsagnaraðila óskast fyrir 23. janúar 2017

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

7 + 9 =