Miðborgin (M1a) Aðalskipulag

Breyting á landnotkunarskilmálum varðandi gististaði

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 30. mars 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030,  samkvæmt  1. mgr. 36. gr,  sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010.

Markmið breytingartillögu er að stemma stigu við fjölgun gististaða í miðborginni. Breytingartillagan nær til miðborgarkjarnans (M1a) og gerir ráð fyrir því að frekari uppbygging gististarfsemi verði ekki heimil nema þá sem ákveðið hlutfall nýrrar uppbyggingar að undangenginni deiliskipulagsgerð (sjá nánar adalskipulag.is).

Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 12. maí 2017 til og með  23. júní 2017. Tillagan er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 3. hæð.  Tillöguna má nálgast á reykjavik.is.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 23. júní 2017. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.  

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 12 =