Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi | Reykjavíkurborg

Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 9. nóvember 2016  var lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs, vegna fyrirhugaðar vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Kringlumýrarbraut frá Miklubraut að Bústaðavegi sem felst í að koma fyrir göngu- og hjólastíg meðfram Kringlumýrarbraut að vestanverðu og bæta hljóðvist fyrir íbúðabyggð vestan Kringlumýrarbrautar með hljóðvegg. Einnig verður gert ráð fyrir forgangsakrein fyrir Strætó í báðar áttir. Lýsing samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsing var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Borgarráð samþykkti afgreiðslu erindisins á fundi sínum þann 17. nóvember 2016.

Óskað er eftir umsögnum og/eða athugasemdum fyrir 19. desember 2016

Fundargerð hagsmunaaðilakynningar 13. des 2016

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

13 + 7 =