Hraunbær-Bæjarháls, deiliskipulag

Þann 24.nóvember 2016 samþykkti Borgarráð Reykjavíkur verkefnislýsingu vegna gerðs nýs deiliskipulags fyrir Hraunbæ-Bæjarháls við Tunguháls sem felst í breytingu á hagnýtingu lóðarinnar úr opnu svæði í íbúðarbyggð og fjölgun íbúða.

Verkefnislýsingin er lögð fram til kynningar og umsagnar. Óskað er eftir því að athugasemdum við verkefnislýsinguna verði komið á framfæri á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 6. janúar 2017. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar.

Lýsing var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing er send til skilgreindra umsagnaraðila.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 16 =