Heklureitur lýsing | Reykjavíkurborg

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs þann 27. september 2017 var lögð fram lýsing skipulagsfulltrúa, dags. 21. september 2017, vegna nýs deiliskipulags fyrir Heklureit. Um er að ræða ca. 2 hektara svæði, lóðir við Laugaveg 168-176 sem eru hluti af skilgreindu þéttingar- og þróunarsvæði við Laugaveg Skipholt skv. aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Á svæðinu er gert ráð fyrir töluverði uppbyggingu á litlum og meðalstórum íbúðum og ákveðið hlutfall byggingarmagns verði skilgreint fyrir atvinnustarfsemi.

Lýsing var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Erindi verður til kynningar til og með 9. nóvember 2017 og er beiðni um að umsagnir og/eða fleira verði send á skipulag@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 5 =