Gufunes, áfangi 1 lýsing | Reykjavíkurborg

Gufunes, áfangi 1 lýsing

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 28. júní 2017 var lögð fram lýsing um nýtt deiliskipulag fyrir Gufunessvæðið, 1.áfanga. Stærð svæðis er um 12,5 hektarar og markmiðið er að skipuleggja áhugaverðar og spennandi lóðir tengdar kvikmyndaþorpi í tengslum við blandaða byggð á svæðinu. Jafnframt að huga að tengingum innan og utan svæðis og hafa í huga heildarsýn á skipulagssvæðið og nýta þann grunn sem vinningstillaga úr hugmyndasamkeppni um svæðið leiddi í ljós.

Lýsing var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að vísa lýsingunni til umsagnar hverfisráðs Grafarvogs, íbúasamtaka Grafarvogs, Skipulagsstofnunar, Faxaflóahafna, Vegagerðarinnar, Umhverfisstofnunar, Náttúrufræðistofnunar, Minjastofnunar Íslands Borgarsögusafns Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur/Veitna, og Sorpu. Borgarráð samþykkti afgreiðslu ráðsins á fundi sínum 6. júlí 2017.   Óskað er eftir að umsagnir verði sendar til skipulagsfulltrúa í Borgartúni 12-14 á skipulag@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 14 =