Elliðaárvogur/Átúnshöfði svæði 3

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs dags. 13. desember 2017 var lögð fram lýsing umhverfis- og skipulagssviðs dags. 6. desember 2017 vegna gerð deiliskipulags fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 3. Svæðið afmarkast af Miklubraut/Vesturlandsvegi til suðurs Elliðaárvogi til vesturs, Grafarvogi til norðurs og Gullinbrú til austurs og er um það bil 130 ha að stærð. Svæði 3 á Ártúnshöfða er um það bil 15 ha að stærð.

Lýsing var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Lýsingin verður aðgengileg á vef umhverfis- og skipulagssviðs. Erindi var vísað til borgarráðs sem samþykkti afgreiðslu ráðsins á fundi sínum dags. 21. desember 2017. Óskað er umsagnar á skipulag@reykjavik.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 6 =