Brú yfir Fossvog – deiliskipulag lýsing | Reykjavíkurborg

Brú yfir Fossvog – deiliskipulag lýsing

Fyrir gangandi, hjólandi og Almenningsvagna

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs þann 19. október og borgarráðs þann 17. nóvember  2016 var lögð fram lýsing á deiliskipulagi fyrir brú yfir Fossvog fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Markmið fyrirhugaðs deiliskipulags er að tengja Kársnesið í Kópavogi og strandsvæðið í Reykjavík meðfram Fossvogi og Nauthólsvík með nýrri þverun brúar yfir Fossvog við aðliggjandi byggð. Jafnframt er verið að efla vistvæna samgönguvalkosti á svæðinu ásamt því að stytta ferðalengdir, dreifa umferðarálagi á fleiri leiðir og styðja við fjölbreyttara val á ferðamáta. Áherslur eru í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, aðalskipulag Kópavogsbæjar 2012-2024 og Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040.

Áætlað er að með brúartengingunni muni umferðarþungi á aðliggjandi stofn- og tengibrautum minnka að því leiti að umferð dreifist á fleiri samgöngumáta og samgöngutengingar en er í dag. Skipulagsvinnan er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar í samvinnu við Vegagerðina. Gert er ráð fyrir góðu samráði við hagmunaraðila á svæðinu.


Lýsing var samþykkt til kynningar og umsagnar með vísan til 1. mgr. sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að loknu aðalskipulagsferli lýsingar í Kópavogi.  Svar umsagnaraðila óskast fyrir 20.apríl 2017. Athugið að skjal (PDF) hefur verið uppfært og því hefur nýr athugasemdarfrestur verið ákveðinn/samþykktur.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =