Breiðholtsbraut, göngubrú

Í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga  að deiliskipulagi í Reykjavík.

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs þann 23. nóvember  2016 og borgarráði Reykjavíkur þann 1. desember 2016 var samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi opins svæðis milli Seljahverfis og Efra Breiðholts þar sem er lagt til að gerð verði göngubrú yfir Breiðholtsbraut ásamt viðeigandi göngu- og hjólatengingum um skipulagssvæðið. Göngubrú mun bæta til muna tengingu og umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfaranda á leið milli hverfanna. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.

Tillagan liggur einnig frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15 frá 7. desember 2016 til og með 23. janúar 2017.  Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til  skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 23. janúar 2017. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 0 =