Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 17. febrúar 2017 var lögð fram tillaga varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6 við Álagranda. Í breytingunni felst að bæta við nýjum byggingarreit á lóð fyrir hús sem nýtt verður sem vinnuherbergi/tómstundaherbergi. 

Með vísan til 2. mgr. 44. gr. laga nr. 123/2010 er eftirtöldum hagsmunaaðilum  gefinn kostur á að tjá sig um tillöguna:

Húseigendum að Grandavegi 35, 37, 39, 39B, 41 og 43. Álagranda 2, 2A og 4.

Bent skal á að leigutakar húsnæðis á ofangreindum lóðum teljast einnig til hagsmunaaðila og skulu húseigendur kynna tillöguna fyrir þeim.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skipulagsfulltrúa, verkefnisstjóri er Jón Kjartan Ágústsson.

Kynning hefst þann 2. mars nk. og skal athugasemdum við ofanskráða tillögu komið til skipulagsfulltrúa skriflega eða á netfangið skipulag@reykjavik.is eigi síðar en 30. mars 2017.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

16 + 4 =