Aðalskipulagsbreyting, stefna um íbúðarbyggð

Heimildir um fjölda íbúða.                Stefna um íbúðarbyggð og blandaða byggð 2010-2030

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 6. apríl 2016 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030,  samkvæmt  1. mgr. 36. gr,  sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Aðalskipulagstillagan er auglýst samhliða tillögu að breyttu deiliskipulagi á Kennaraháskólareit.

Markmið breytingartillögu er að mæta breyttum þörfum á húsnæðismarkaði og auka svigrúm til að byggja smærri íbúðir. Breytingar munu fela í sér óverulegar breytingar á byggingarmagni. Fjölgun íbúða á einstaka reitum er á kostnað atvinnuhúsnæðis eða felur það í sér að byggðar verði að jafnaði smærri íbúðir, án þess að byggingarmagn sé aukið. Einnig eru gerðar nokkrar lagfæringar á framsetningu stefnunnar. Samkvæmt tillögunni ná breyttar heimildir um fjölda íbúða til eftirfarandi reita (númer reits innan sviga): Laugavegur+ (9), Borgartún (26), KHÍ (35), Suður-Mjódd (46), Sléttuvegur (32), Hlíðarendi (13), Vísindagarðar (12), HÍ v/Suðurgötu (59), Höfðatorg (21),  Köllunarklettur (29), Spöngin (41) og Úlfarsárdalur-Leirtjörn (53-55).
Tillagan er aðgengileg í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 10 apríl 2017 til og með  22. maí 2017. Tillagan er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 3. hæð.  Tillöguna má nálgast á reykjavik.is undir skipulag í kynningu.

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 22. maí 2017. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. 


Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 0 =