Aðalskipulag Reykjavíkur, veitinga- og gististaðir

Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.     Heimildir um veitinga- og gististaði

Þann 1.desember 2016 samþykkti Borgarráð Reykjavíkur verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, er varða heimildir um veitinga- og gististaði. Breytingartillögur munu fela í sér nauðsynlega uppfærslu á ákvæðum aðalskipulagsins, vegna gildisstöku breytinga á lögum um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007. Einnig er fyrirhugað að gera ýmsar breytingar og lagfæringar á stefnuákvæðum um veitinga- og gististaði, sem æskilegt er að gera í ljósi reynslunnar af framfylgd gildandi ákvæða og vegna mögulegra áhrifa nýrra lagaákvæða.

Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  er verkefnislýsingin lögð fram til kynningar og umsagnar (sjá adalskipulag.is). Aðgengi að lýsingu er einnig á reykjavik.is/skipulag í kynningu

Óskað er eftir að athugasemdum við verkefnislýsinguna verði komið á framfæri á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 11. janúar 2017. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 5 =