Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin | Reykjavíkurborg

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, miðborgin

Á fundi umhverfis og skipulagsráðs þann 10. janúar 2018 voru lögð fram drög að tillögu umhverfis- og skipulagsviðs dags. 8. desember 2017  að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar markmið um göngugötur í miðborginni. Breytingartillagan felur einkum í sér endurbætur á núgildandi markmiðum aðalskipulags, þ.e. skerpingu á almennum markmiðum um göngugötur, ákveðnari skilgreiningar og skýrari afmörkun þess svæðis ákvæðin geta náð til.

Samþykkt var að kynna drög að tillögu, sbr. 2. mgr.,30. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010
Drögin voru send til kynningar á Hverfisráð í öllum borgarhlutum, Íbúasamtaka Miðborgarinnar, Miðborgarinnar okkar, Miðbæjarfélagið, Höfuðborgarstofu, Skrifstofa borgarstjórnar, Borgarminjasögusafn, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofu, Lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu, Stýrihóps um málefni miðborgarinnar, Aðrir lykilhagsmunaaðilar í miðborginni, Aðliggjandi sveitarfélög,og  Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins

Kynning stendur til og með  9. febrúar 2018 og er bent á að senda ábendingar/athugasemdir á skipulag@reykjavik.is

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 0 =