Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Kópavogsgöng

Fyrirhuguð breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.            Kópavogsgöng. Stofnbraut felld út

Stofnbraut og gangamunni í Fossvogsdal felldur út.       Gangamunni og mislæg gatnamót felld út og breytt landnotkun í Suður-Mjódd

Þann 27. apríl 2017 samþykkti Borgarráð Reykjavíkur verkefnislýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 um að fella út af aðalskipulagi áður ráðgerða stofnbraut Kópavogsgöng, ásamt tilheyrandi umferðartengingum í Fossvogi og Suður-Mjódd. Samhliða því verður hugað að breyttri landnotkun í Suður-Mjódd. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 gerir ekki ráð fyrir Kópavogsgöngum í sinni stefnumörkun. Kópavogsbær hefur einnig boðað að fella út Kópavogsgöng af sínu aðalskipulagi

Með vísan til 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010  og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana, er verkefnislýsingin lögð fram til kynningar og umsagnar (sjá adalskipulag.is). Óskað er eftir því að umsögnum og athugasemdum við verkefnislýsinguna verði komið á framfæri á netfangið skipulag@reykjavik.is fyrir 22. maí  2017. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =