Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls | Reykjavíkurborg

Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Hraunbær-Bæjarháls

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030

Hraunbær-Bæjarháls    Opið svæði verður íbúðarbyggð     Skilgreining nýs byggingarreits fyrir íbúðarhúsnæðis

Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 21. desember 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030,  samkvæmt  1. mgr. 36. gr,  sbr. 31. gr. laga nr. 123/2010. Aðalskipulagsbreytingin er auglýst samhliða nýju deiliskipulagi fyrir svæðið.

Í tillögunni felst að heimila byggingu um 200 íbúða á reit milli Hraunbæjar og Bæjarháls, sem áður var opið grænt svæði. Gert er ráð fyrir að íbúðarbyggðin geti verið 2-5 hæðir. Markmið breytingartillögu er mæta aukinni eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, stuðla að fjölbreyttara húsnæðisframboði, bæta ásýnd svæðis og styrkja Árbæinn sem lífvænlegt hverfi til lengri tíma.

Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 30. janúar 2018 til og með 13. mars 2018. Tillagan er einnig til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 3. hæð. Tillöguna má nálgast á reykjavik.is og adalskipulag.is

 

Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til Umhverfis- og skipulagssviðs, Borgartúni 12-14 eða á netfangið skipulag@reykjavik.is, eigi síðar en 13. mars 2018. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti.  

 

 

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 0 =