Samgönguvika 2017 | Reykjavíkurborg

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

  • Samgönguvika 2017

Reykjavíkurborg býður upp á spennandi dagskrá á Samgönguviku 201. Nefna má að málþing verður í ráðhúsi Reykavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja, samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar tilkynnt. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin í Hafnarfirði, frítt verður í strætó á bíllausa daginn. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. 

Hér er nánari dagskrá:

  • 16. september – Samgönguvika hefst.
  • 18. septemberFesta loftlagsráðstefna og Samgönguviðurkenning Reykjavíkur Tjarnarsalur Ráðhúsinu 14:30-16:00.
  • Opnum hjólastíginn í Fossvoginum, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog.
  • Byrjum að merkja Litaðar lykilleiðir hjólastíga, frá Suðurveri meðfram Kringlumýrarbraut.
  • 21.. september - 18:00 Hjólafærni og Landssamtök hjólreiðamanna bjóða uppá rólega hjólaferð um höfuðborgarsvæðið frá Farfuglaheimilinu í Laugardal. Árni Davíðsson leiðir þátttakendur um áhugaverða staði í þeirri öru þróun sem hefur átt sér stað í reiðhjólamiðuðum lausnum í umferðinni.
  • 22. september – Bíllausi dagurinn – Frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. kl. 9:00 leggur hjólalest af stað frá Suðurveri í Hafnarfjörð á hina árlegu hjólaráðstefnu  kl. 9:20. – Hjólum til framtíðar – Ráðstefna haldin í samvinnu við öll sveitarfélögin á Hbsv. og Hjólafærni, haldin í Bæjarbíói í Hafnarfirði í ár. Skráning á www.lhm.is. og hér er dagskráin. kl. 9:05 er hjólastígurinn í Fossvoginum, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog, opnaður. Þaðan verður hjólað saman í Hafnarfjörðinn á hina árlegu hjólaráðstefnu Hjólum til framtíðar.
  • Heilmerktur SamgönguvikuStrætó.
  • #hjóliðmitt – átak í samvinnu við Samtök um bíllausan lífsstíl.
  • Broskallar í umferðarljósum í miðbænum.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

5 + 1 =