Samgönguvika 2014 | Reykjavíkurborg

Samgönguvika 2014

Samgönguvika 2014

Evrópsk samgönguvika stendur yfir í Reykjavík dagana 16. - 22. september 2014. Boðið verður upp á ýmsa viðburði í borginni. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

  • Vistvænt

16. september (þriðjudagur) – Upphaf samgönguviku.
Dagur íslenskrar náttúru.  Ljósmyndakeppni í grunnskólum á vegum umhverfis- og skipulagssvið, þar sem verkefnið (samgönguvika) er vistað.
Kl.12:00 - Setning við nýja hjólastíginn við Suðurhlíð.  Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs opnar nýjan stíg.

17. september (miðvikudagur)
Kl. 8:50 - 15:30 - Græna orkan – ráðstefna á Grand hótel. Skráning er á ráðstefnuna og kostar 12.500 krónur.

18. september (fimmtudagur)
Kl. 18:00 - 21:00 - Hjólum um bæinn. Ráðstefnugestir Hjólum til framtíðar, og þeir sem vilja, hjóla um borgina undir leiðsögn Árna Davíðssonar. Lýkur í súpu á Loft hostel.

19. september (föstudagur)
Kl. 9:00 - 16:00 - Ráðstefnan Hjólum til framtíðar í Iðnó (sjá dálk til hægri). Borgarstjóri afhendir hjólaskálina.
Kl. 16:00 - Samgönguviðurkenning - Móttaka í ráðhúsinu - Tjarnarbúð. Borgarstjóri afhendir Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

20. september (laugardagur)
Kl. 10:00 - 12:00 Hjólaferð frá Hlemmi. Hjólafærni á Íslandi og Landsamtök hjólreiðarmanna hefja á ný vikulegar hjólreiðar um höfuðborgarsvæðið frá Hlemmi.

21. september (sunnudagur)
Borgarbúar eru hvattir til að ganga/hjóla um hverfið sitt og uppgötva nýjan lífsstíl.

22. september (mánudagur) – Bíllausi dagurinn
Borgarbúar eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima, þegar farið er til vinnu/skóla.
Kl. 12:10 - 13:00 - Verðlaunaafhending vegna Hjólum í skólann - Íþróttamiðstöðin Laugardal.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =