Reglur um útleigu Tjarnarsals | Reykjavíkurborg

Reglur um útleigu Tjarnarsals

  • Frá bókamessu í Tjarnarsal 2013
  • Stóra upplestrarkeppnin í Tjarnarsalnum 2013
  • Móttaka í Tjarnarsalnum

TJARNARSALUR RÁÐHÚSS REYKJAVÍKUR

 

Tjarnarsalur Ráðhússins er hluti af opnu rými Ráðhússins sem ætlaður er almenningi og þar eru haldnir ýmsir viðburðir sem gestir geta sótt. Í vesturhluta Tjarnarsalarins er Íslandslíkanið staðsett sem hefur mikið aðdráttarafl fyrir bæði innlenda og erlenda gesti. Tjarnarsalurinn er leigður út fyrir fjölþætta starfsemi og ber þar helst að nefna  tónleika, sýningar, ráðstefnur, smærri fundi, kynningar og margt fleira. Fyrirspurnir og pantanir berist til viðburðastjórnar ráðhússins. Tjarnarsalur er jafnframt eitt af móttökuhúsum borgarstjóra.

Opnunartími Ráðhúss Reykjavíkur er alla daga vikunnar kl. 08:00 - 20:00.

 

1. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur er leigður undir viðburði. Salurinn er ekki leigður fyrir einkasamkvæmi. Salurinn skiptist í austur- og vestursal og er ýmist hægt að leigja annan hvorn eða báða salina í einu. Einnig er hægt að leigja gönguás-vestur undir viðburði.

2. Óheimilt er að innheimta aðgangseyri að viðburðum. Í undantekningartilfellum er sala á varningi viðkomandi viðburðar leyfð en dæmi um slíkt er sýningin Handverk og Hönnun þar sem verið er að stuðla að eflingu handverks, listiðnaðar og hönnunar. Þá eru auglýsingar fyrirtækja óheimilar í Ráðhúsi Reykjavíkur nema til komi samþykki leigusala og að auglýsingin sé í beinum tengslum við viðburði. Áfengisauglýsingar eru með öllu bannaðar í Ráðhúsi Reykjavíkur og skiptir þá engu hvort um er að ræða auglýsingu á léttöli.

3. Viðburðastjórn Ráðhúss er tengiliður fyrir leigu á Tjarnarsal. Starfsmaður viðburðastjórnar eða viðburðastjóri geta aðstoðað leigutaka við skipulagningu en uppsetning er alfarið á ábyrgð og í höndum leigutaka sem skal hafa samráð við húsvörslu Ráðhúss. Engin ábyrgð er tekin á munum eða sýningargripum. Leigutaki ber ábyrgð á þeim munum sem hann kemur með inn í salinn og einnig ber leigutaki fulla ábyrgð á hinu leigða. Leigutaka ber skylda til þess að tilkynna tjón á hinu leigða til viðburðastjórnar Ráðhúss eins fljótt og verða má.

4. Innifalið í leigu á Tjarnarsal eru stólar, senupallur, fatahengi, fast sýningartjald, flettitafla, ræðupúlt, hljóðkerfi fyrir fundi og létt þrif. Ef viðburður er þess háttar að hann krefjist meiri þrifa bætist við kostnaður vegna þrifa eftir gjaldskrá. Engin sýningarskilrúm eru til staðar og óheimilt er að setja slíkt upp nema í samráði við viðburðastjórn Ráðhúss. Við uppsetningu er starfsmaður húsvörslu Ráðhúss til taks til ráðgjafar án endurgjalds.

5. Í leiguverði á Tjarnarsal er ekki innifalið hljóðkerfi fyrir tónlistarflutning, hljóðmaður, skjávarpi, tölva eða veitingar. Hægt er að leigja tölvu, skjávarpa og auka tjald samkvæmt gjaldskrá. Þess ber að geta að ekki er leyfilegt að hávaði fari yfir 50 db(A) að jafnaði á vinnutíma eins og getið er um í 3. mgr. 5. gr. reglugerðar, nr. 921., um varnir gegn álagi vegna hávaða á vinnustöðum sem gefin var út af Félagsmálaráðneytinu, 9. nóvember 2006.

6. Heimilt er að bera fram veitingar í Tjarnarsal gegn því skilyrði að einn starfsmaður að lágmarki á vegum Tjarnarsalar sé ráðinn til framreiðslu og greiðist kostnaður við það aukalega samkvæmt gjaldskrá. Hægt er að útvega fleira starfsfólk til framreiðslu sé þess óskað.

7. Álag sem nemur 50% leggst ofan á gjald samkvæmt gjaldskrá fyrir leigu á Tjarnarsal utan hefðbundins opnunartíma Ráðhúss sem er kl. 8:00 - 20:00 alla daga vikunnar. Ef um er að ræða stærri viðburði þá ber leigutaka að útvega tengilið við húsverði og Upplýsingamiðstöð ferðamanna sem vísar gestum rétta leið þegar komið er inn í Ráðhús og af gönguásnum.

8. Ofan á leigutaxta bætist við virðisaukaskattur, 24,0%.

9. Reykingar og rafrettur eru bannaðar í Ráðhúsi Reykjavíkur.

10. Reglur þessar taka mið af mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Ef upp koma vafamál um innkomin erindi hefur viðburðastjórn Ráðhúss heimild til þess að senda erindið til faglegrar umsagnar.

 

Verðskrá:

(verð án VSK 24,0%)

Leiga fyrir ráðstefnur, fundi, sviðsviðburði eða sýningarhald í Tjarnarsal Ráðhúss

Grunnleiga mánudaga til föstudaga

A)

Vestur- eða austursalur

Hálfur dagur – 1 til 4 klst.

60.000 kr.

B)

Vestur- eða austursalur

Heill dagur – 1 til 7 klst.

80.000 kr.

C)

Vestur- og austursalur

Hálfur dagur – 1 til 4 klst.

120.000 kr.

D)

Vestur- og austursalur

Heill dagur – 1 til 7 klst.

160.000 kr.

E)

Gönguás - vestur

Grunngjald

25.000 kr.

 

 

Daggjald

 5.000 kr.

 

Grunnleiga laugardaga og sunnudaga

A)

Vestur- eða austursalur

Hálfur dagur – 1 til 4 klst.

75.000 kr.

B)

Vestur- eða austursalur

Heill dagur – 1 til 7 klst.

100.000 kr.

C)

Vestur- og austursalur

Hálfur dagur – 1 til 4 klst.

50.000 kr.

D)

Vestur- og austursalur

Heill dagur – 1 til 7 klst.

200.000 kr.

Annað

Bollar

60 kr.

Diskar, hnífapör o.fl.

100 kr.

Glös

60 kr.

Pappadúkar per borð

1.200 kr.

Tölva

5.000 kr.

Skjávarpi og tjald

10.000 kr.

Viðbótarstarfsmaður

30.000 kr.

Framreiðsla per klst.

Lágmark   16.000 kr.

Þrif per. klst.

6.000 kr.

 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 2 =