Umhverfis- og skipulagsráð | Reykjavíkurborg

Umhverfis- og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð starfar í umboði borgarráðs með þeim hætti sem nánar er kveðið á um í samþykkt þessari, skipulagslögum nr. 123/2011, sbr. 6. gr. laganna, samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar og eftir því sem lög mæla fyrir um.

Umhverfis- og skipulagsráð skal móta stefnu í umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og samgöngumálum. Ráðið skal taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs um mál sem varða verksvið þess.

Jafnframt hefur ráðið eftirlit með rekstri umhverfis- og skipulagssviðs og að samþykktum og stefnumörkun þess sé fylgt. Þá fer ráðið með önnur þau verkefni sem borgarráð ákveður.

Umhverfis- og skipulagssvið annast framkvæmd stefnu og verkefna ráðsins og samskipti við aðrar stofnanir borgarinnar. Það tók til starfa 1. janúar 2013 eftir sameiningu skipulagssviðs, framkvæmda- og eignasviðs og umhverfis- og samgöngusviðs.

Aðsetur umhverfis- og skipulagsráðs er að Borgartúni 10-12. Ráðið heldur fundi á miðvikudögum að jafnaði fjórum sinnum í mánuði og hefjast þeir klukkan 9:00. Ritari ráðsins er Örn Sigurðsson skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs. Verkefnisstjóri ráðsins er Marta Grettisdóttir, netfang: marta.grettisdottir@reykjavik.is.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

2 + 4 =