Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins | Reykjavíkurborg

Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Friðlýsing fólkvangs í Bláfjöllum tók gildi með auglýsingu nr. 97/1973, sbr. nú ákvæði 3. og 55. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.  Með auglýsingu þessari lýstu aðliggjandi sveitarfélög yfir stofnun fólkvangs á Bláfjallasvæðinu sem staðfest var af náttúruverndarráði.

Sveitarfélög með aðild að samstarfinu eru:  Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Hafnarfjarðarbær, Garðabær, Sandgerði, Grindavík, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar, Sveitarfélagið Álftanes, Reykjanesbær og Mosfellsbær.

Samkomulag er milli ofangreindra sveitarfélaga um rekstur skíðasvæðanna á svæðinu og Bláfjallafólkvangs og hefur Náttúruvernd á það fallist, sbr. 55. gr. náttúruverndarlaga nr. 44/1999.

Borgarráð staðfesti samþykkt fyrir stjórnina 4. nóvember 2003. Aðsetur nefndarinnar er að Bæjarhálsi 1.

Borgarráð kaus í stjórnina þann 5. júlí 2018.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 1 =