Öldungaráð | Reykjavíkurborg

Um ráðið

Öldungaráð er borgarstjórn, nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri. Ráðið stuðlar að upplýsingagjöf og samstarfi Reykjavíkurborgar við hagsmunasamtök hópsins, mótar  stefnu og gerir tillögur til borgarráðs sem varðar verksvið þess.

Fulltrúar

Öldungaráð er skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara. Nöfn fulltrúanna má finna hér til hægri og er þeim raðað þannig að efstu tveir aðal- og varamenn eru tilnefndir af borgarstjórn, næstu tveir koma frá Félagi eldri borgara og sá fimmti frá Samtökum aldraðra. Eins tilnefnir velferðarsvið áheyrnarfulltrúa.
 
Netfang öldungaráðs: oldungarad@reykjavik.is. Formaður ráðsins er Guðrún Ögmundsdóttir.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

4 + 7 =