Innkauparáð | Reykjavíkurborg

Innkaupadeild sér um þjónustu við innkauparáð Reykjavíkurborgar sem hefur ákvörðunarvald um val á samningsaðilum og þátttakendum sbr. 31. gr. innkaupareglna Reykjavíkurborgar.

Innkauparáð starfar í umboði borgarráðs skv. samþykkt fyrir ráðið sem staðfest var í borgarstjórn 20. janúar 2015, sbr. einnig innkaupareglur Reykjavíkurborgar sem samþykktar voru í borgarráði 8. maí 2014 og samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013.

Innkauparáð mótar stefnu í innkaupamálum Reykjavíkurborgar og gerir tillögur til borgarráðs þar að lútandi. Það hefur eftirlit með því að innkaupastefnu Reykjavíkurborgar og innkaupareglum sé fylgt af hálfu borgarsjóðs og stofnana hans, sem og lögum um framkvæmd útboða nr. 65/1993 og lögum um opinber innkaup nr. 120/2016, eftir því sem við á. Þá tekur ráðið ákvarðanir í tilteknum innkaupamálum, sbr. nánar innkaupareglur Reykjavíkurborgar.

Í innkauparáði eiga sæti þrír fulltrúar og jafnmargir til vara, kosnir af borgarstjórn. Kjörtímabil ráðsins er hið sama og borgarstjórnar. Borgarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna fulltrúa í ráðinu. Fella má niður fundi ráðsins árlega í allt að tvo mánuði.

Aðsetur ráðsins er í Borgartúni 12-14. Ráðið heldur að jafnaði fundi á fimmtudögum kl. 13:00.

Deildarstjóri innkaupadeildar ber ábyrgð á framkvæmd ákvarðana ráðsins.

Borgarstjórn kaus í innkauparáð 19. júní 2018.

Formaður ráðsins er Sabine Leskopf.

Fundargerðir innkauparáðs.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

6 + 0 =