Hverfisráð Breiðholts | Reykjavíkurborg

Hverfisráð Breiðholts

Hverfisráð Breiðholts hefur aðsetur í Þjónustumiðstöð Breiðholts, Álfabakka 12. Fundir hverfisráðs eru að jafnaði haldnir þriðja miðvikudag í mánuði kl. 17.15 í fundarsal á 1. hæð í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Um hverfisráð

Hverfisráð eru starfandi í öllum tíu hverfum borgarinnar. Hlutverk þeirra er að stuðla að hvers konar samstarfi innan hverfis, móta stefnu og gera tillögur til borgarráðs sem varða verksvið þeirra. Þá geta hverfisráð gert tillögur um samræmingu á þjónustu borgarstofnana í einstökum hverfum.

Hverfisráð eru vettvangur samráðs íbúa, félagasamtaka, atvinnulífs og borgaryfirvalda, og eru virkir þátttakendur í allri stefnumörkun hverfanna. Þannig eru hverfisráð ráðgefandi fyrir starfsemi þjónustumiðstöðva í hverfum og eiga að stuðla að eflingu félagsauðs í hverfum.

Þá ber hverfisráðunum að stuðla að kynningu skipulags, framkvæmda og þjónustu borgarstofnana í hverfunum og beita sér fyrir því að samráð verði haft við íbúa.

Hverfisráðin eru skipuð fimm fulltrúum kosnum af borgarstjórn og jafn mörgum til vara. Borgarstjórn kýs formann úr hópi kjörinna nefndarmanna.

Borgarstjórn kaus í hverfisráð Breiðholts 16. júní 2014. Formaður ráðsins er Guðrún Eiríksdóttir.

Fundargerðir. (Veljið hverfisráð Breiðholts í fellilistanum).

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 2 =