Öryggisúttekt

Öryggisúttekt og vottorð er staðfesting með skoðun frá byggingarfulltrúa að heimilt sé að taka mannvirki eða hluta þess í notkun samkvæmt samþykktu byggingarleyfi og ákvæðum laga og reglugerða. Heimilt er að gera samtímis öryggis- og lokaúttekt hafi mannvirki ekki verið tekið í notkun fyrir lokaúttekt. 

Unnið er að því að koma beiðni um úttekt á Mínar síður Reykjavíkur en þangað til er sótt um í tölvupósti á upplysingar@reykjavik.is með útfylltu eyðublaði ásamt viðeigandi gögnum.

Meira um öryggisúttekt

Áður en mannvirki er tekið í notkun skal gerð úttekt á öryggi þess og hollustuháttum. Óheimilt er að flytja inn í mannvirki eða taka það í notkun nema það uppfylli öryggis- og hollustukröfur sem settar eru í lögum um mannvirki og öðrum lögum og reglugerðum sem málið varða.

Uppfylli mannvirkið kröfur um öryggis- og hollustuhætti gefur byggingarfulltrúi út vottorð um úttektina. Við skráningu öryggisúttektar í fasteignaskrá fer fram brunavirðing mannvirkis.

Skráning á byggingarstigi mannvirkis er gerð í kjölfar úttektar byggingarfulltrúa í Fasteignaskrá HMS.
Öryggisúttekt með vottorði er byggingarstig B3.

Ferli umsóknar

Ef athugasemdir eru ekki gerðar við móttekna beiðni getur úttekt farið fram og úttektartími er ákveðinn í samráði við umsækjanda. Viðstaddir úttekt auk byggingarfulltrúa og fulltrúa slökkviliðs ef við á, skal vera byggingarstjóri og þeir iðnmeistarar og hönnuðir sem þess óska eða hafa verið boðaðir.

Fyrir úttekt skulu viðeigandi yfirlýsingar vera fyrirliggjandi um frágenga þætti eftir því sem við á samkvæmt byggingarleyfi og byggingarreglugerð. 

Getum við aðstoðað?

Þarftu frekari aðstoð eða fannstu ekki það sem þú varst að leita að?

Þjónustuver borgarinnar getur aðstoðað við almennar fyrirspurnir í síma 411 1111, á netspjalli og í gegnum netfangið: upplysingar@reykjavik.is

Fyrirspurnir og ábendingar má senda á upplysingar@reykjavik.is