Nýjar íbúðir í Reykjavík - málþing 2017

Borgarstjórinn í Reykjavík bauð til opins kynningarfundar um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. kl. 9  - 11 í Ráðhúsi Reykjavíkur. 

Kynningarglærur, upptaka frá fundinum, kynningarblað um uppbyggingu íbúða í borginni og nokkur uppbyggingarvídeó eru aðgengileg hér neðar á síðunni. Sjá einnig frétt af fundinum: Fjölsóttur kynningarfundur um nýjar íbúðir.  

 

 • Nýjar íbúðir í Reykjavík
 • Uppbygging íbúða í Reykjaík
 • Stúdentagarðar
 • Stúdentagarðar
 • Nýjar íbúðir í Reykjavík
 • Stúdentagarðar
 • Nýjar íbúðir í Hlíðunum
 • Nýjar íbúðir í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi
 • Áviss yfirferð yfir stöðu mála: frá uppbyggingarfundir borgarstjóri fyrir ári
 • Nýjar íbúðir sem eldri borgarar eru að byggja
 • Nýjar íbúðir í Reynisvatnsási í Úlfarsárdal

Dregin var upp heildstæð mynd af framkvæmdum og framkvæmdaáformum á húsnæðismarkaði í Reykjavík. Áhersla í kynningu borgarstjóra var á samþykkt verkefni og framkvæmdir sem eru nýlega hafnar, en einnig var  gefin innsýn í verkefni á undirbúningsstigi.

Dagskrá:

kl. 8.30 - Létt morgunhressing

kl. 9.00 - Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri: Uppbygging íbúðarhúsnæðis í Reykjavík. Skoða glærur.

kl. 10.00 - Ýmis uppbyggingarverkefni:

Fundarstjóri: Ólöf Örvarsdóttir, skipulagsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur. 

 

Bein útsending

Fundinum var streymt og verður streymið áfram aðgengilegt á þessari síðu.

 

Vídeó af uppbyggingu nýrra íbúða

- Hér erum við búin að byggja hús sem henta fjölbreyttum hópum, segir Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta um Smiðjuholt. Hann segir að uppbyggingin sé dæmi um prýðissamstarf milli Búseta og Reykjavíkurborgar.

 

- Við viljum hafa líf í kringum okkur, segir ánægður íbúi á Grandavegi, en þar er búið að taka hluta nýrra íbúða í notkun og fleiri verða tilbúnar næsta vor.

Við lyftum okkur aðeins upp við undirbúning málþingsins og njótum afrakstursins af því á málþinginu. Hér eru nokkrar klippur.

Hljómalindarreitur er ekki bara hótel heldur voru þar byggðar 26 íbúðir fyrir almennan markað og er verkinu svo til lokið.
Kristján Sveinlaugsson hjá verktakafyrirtækinu Þingvangi er ánægður með útkomuna og segir að ferlið hafi verið mjög lærdómsríkt.  Áhersla var á að halda götumyndinni og að hans sögn er útkoman frábær.

 

Í Mörkinni við Suðurlandsbraut er Grund að byggja nýjar leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri. Framkvæmdir ganga vel og verklok eru áætluð næsta sumar. 

Kynningarblað

Í tilefni kynningarfundarins kom út yfirlitsbæklingur um uppbyggingu í Reykjavík. 

Tengt efni:

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

9 + 2 =