Umhverfis- og skipulagsráð - 94. fundur stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur

Umhverfis- og skipulagsráð

VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR

Ár 2004, föstudaginn 5. mars, hélt stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur 94. fund sinn. 
Fundurinn var haldinn á Skúlagötu 19 og hófst kl. 10,00.
Mættir voru: Kolbeinn Óttarsson Proppé, formaður, Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Sigrún Jónsdóttir.
Auk þeirra sátu fundinn Ómar Einarsson, Guðrún Þórsdóttir og Arnfinnur U. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Tillaga stýrihóps um undirbúning að gerð tillögu um stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum lögð fram að nýju.
Formaður lagði fram eftirfarandi bókun stjórnarinnar:
Þar sem þessi mál snerta Vinnuskóla Reykjavíkur ekki með sama hætti og margar aðrar stofnanir Reykjavíkurborgar sér stjórn Vinnuskólans ekki ástæðu til að gefa sérstaka umsögn um málið.

2. Fjallað að nýju um upphæð gjalds fyrir garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að gjaldið verði kr. 3.000 sumarið 2004. Guðrún Ebba Ólafsdóttir sat hjá.
Formaður lagði fram eftirfarandi bókun:
Formanni stjórnar Vinnuskóla Reykjavíkur og skólastjóra verði falið að ræða við formann Félagsmálaráðs Reykjavíkur og félagsmálastjóra vegna kostnaðar við niðurgreiðslu á garðaþjónustu fyrir eldri borgara og öryrkja.

3. Lagt fram til kynningar: 
Starfsreglur varðandi atvinnumál ungs fólks í Reykjavík, sem samþykktar voru í borgarráði þann 2. mars 2004.

4. Lagt fram bréf forstöðumanns kjaraþróunardeildar ds. 4. mars 2004 þar sem staðfest er að um kjör leiðbeinenda við Vinnuskóla Reykjavíkur, að ósk stjórnar Vinnuskólans, fari með sambærilegum hætti og gildir hjá ÍTR.

5. Lagt fram til kynningar Ársyfirlit Fjölmiðlavaktarinnar 2003 - Unglingavinna í víðri merkingu, Vinnuskóli Reykjavíkur.

Fundi slitið kl. 11,10

Kolbeinn Óttarsson Proppé
Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Sigrún Jónsdóttir