Umhverfis- og skipulagsráð - og skipulagsráð

Umhverfis- og skipulagsráð

UMHVERFIS- OG HEILBRIGÐISNEFND

Ár 2004, fimmtudaginn 25. nóvember  kl. 12.00 var haldinn 148. fundur Umhverfis- og heilbrigðisnefndar að Skúlatúni 2, Reykjavík.  Fundinn sátu Katrín Jakobsdóttir, Hildigunnur Friðjónsdóttir, Ólafur Jónsson, Marta Guðjónsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir.  Jafnframt sátu fundinn Margrét Tómasdóttir og Stefán Jóhann Stefánsson.  Enn fremur sátu fundinn Lúðvík E. Gústafsson, Rósa Magnúsdóttir, Hjalti Guðmundsson, Þórólfur Jónsson, Rögnvaldur Ingólfsson, Guðmundur B. Friðriksson, Ellý K. Guðmundsdóttir og Örn Sigurðsson, sem ritaði fundargerð.
Ellý K. Guðmundsdóttir vék af fundi kl. 12.45.

Þetta gerðist:

Umhverfismál:

1. Lýsing á stífluhring útivistarstíg í Elliðaárdal
Lagt fram á ný  bréf skrifstofu borgarverkfræðings dags. 29. október 2004.
Tilnefning fulltrúa í starfshóp til að móta stefnu í lýsingu á útivistarstígum almennt.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum að tilnefna Jórunni Frímannsdóttur í starfshópinn.

2. Staðardagskrá 21 endurskoðun
Kynnt aðgerða- og tímaáætlun.
Hjalti Guðmundsson kynnti.

3. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík
Lögð fram á ný drög að nýrri samþykkt um sorphirðu í Reykjavík.
Samþykkt með 2 atkvæðum.  Fulltrúar D-lista sátu hjá.  
Fulltrúar D-lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Umhverfis- og heilbrigðisnefnd sitja hjá við afgreiðslu þessa máls þar sem þeir telja að skoða hefði átt betur kosti þess að bjóða út sorphirðu í borginni.

4. Gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík
Lögð fram á ný drög að nýrri gjaldskrá fyrir sorphirðu í Reykjavík.
Samþykkt með 2 atkvæðum.  Fulltrúar D-lista sátu hjá.

5. Umferðarmál sundahafnar og aðliggjandi jaðarsvæða
Kynnt skýrsla.
Frestað.

6. Reykjanesfólkvangur
Lögð fram til kynningar skýrsla um stefnumótun.
Hrefna Sigurjónsdóttir og Margrét Helgadóttir komu á fundinn.

- Hildigunnur Friðjónsdóttir vék af fundi kl. 13.00.

Heilbrigðismál:

7. Samþykkt um hundahald
Lögð fram á ný drög að breytingum á samþykkt um hundahald í Reykjavík.
Frestað.

8. Starfsleyfisskilyrði
Lögð fram til samþykktar starfsleyfisskilyrði fyrir:
a. Mjólkursamsöluna í Reykjavík
b. Osta og smjörsalan hf.
c. Emmessís hf.
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.

9. Mælingar á saurmengun
Lögð fram til kynningar skýrsla Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

10. Vöktun strandlengjunnar í Reykjavík 2003 2004
Lögð fram til kynningar skýrsla Umhverfis- og heilbrigðisstofu.

11. Frv. til br. á lögum um mat á umhverfisáhrifum
Lögð fram til kynningar umsögn Umhverfis- og heilbrigðisstofu.
Formaður lagði fram svohljóðandi bókun, sem  var samþykkt samhljóða:
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd styður það álit Umhverfis- og heilbrigðisstofu að aðkoma almennings verði tryggð að upplýsingum um framkvæmdir sem geta haft veruleg umhverfisáhrif í för með sér og að almenningur geti komið  sínum sjónarmiðum og upplýsingum inn í afgreiðslu mála.

12. Útgefin starfsleyfi

13. Útgefin hundaleyfi

Önnur mál:

14. Bruni á athafnasvæði Hringrásar ehf.
Lagt fram minnisblað Umhverfis- og heilbrigðisstofu dags. 24. nóvember 2004.
Formaður óskar  eftir frekari upplýsingum um hvernig samráði eftirlitsaðila verði háttað í framtíðinni og um þau fyrirtæki og svæði, sem geta haft í för með sér svipaða hættu  og raun varð á hjá Hringrás ehf. og nauðsynlegar aðgerðir þar að lútandi.
Fulltrúar D- lista lögðu fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Umhverfis- og heilbrigðisnefnd telja ljóst að öryggi varðandi mengun hafi ekki verið tryggt þegar eldur braust út á athafnasvæði Hringrásar sl. mánudag. Alvarlegt ástand skapaðist og hátt í sexhundruð manns þurftu að yfirgefa heimili sín og margir urðu fyrir eignatjóni. Í ljósi þessa teljum við brýnt að farið verði yfir málið með það í huga, að gripið verði til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir að svona
alvarlegt ástand geti skapast.

Fundi slitið kl. 14.05.

Katrín Jakobsdóttir
Hildigunnur Friðjónsdóttir Ólafur Jónsson
Marta Guðjónsdóttir   Jórunn Frímannsdóttir.  
Margrét Tómasdóttir