Aðgengi fatlaðs fólks að söfnum - opinn fundur

Listasafn Reykjavíkur

Opinn fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks í Reykjavík verður haldinn 21. mars frá klukkan 14-16 á annarri hæð í Sjóminjasafni Reykjavíkur. Aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar verður afhent á fundinum.

Gott aðgengi í víðum skilningi þess hugtaks er mikilvægt mannréttindamál og undirstaða þess að fólk með fjölbreyttar aðgengisþarfir geti tekið þátt í samfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Á þessum opna fundi aðgengis- og samráðsnefndar verður fjallað um aðgengi að söfnum auk þess sem aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar verður afhent. 

Dagskrá:

14:00 – Setning fundar 
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, formaður aðgengis- og samráðsnefndar 

14:05 – Aðgengisfulltrúi Reykjavíkur og Aðgengisstefna 
Bragi Bergsson, aðgengisfulltrúi Reykjavíkurborgar                                                

14:25 – Aðgengi að sýningarstöðum Borgarsögusafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur
Helga Maureen Gylfadóttir, Hlín Gylfadóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir

15:05 – Hlé 

15:15 –Inngilding- aðgengi fatlaðs listafólks að söfnum
Jóhanna Ásgeirsdóttir listrænn stjórnandi Listar án Landamæra, Þórir Gunnarsson listamaður og ráðgjafi, Elín S. M. Ólafsdóttir listakona og Margrét M. Norðdahl framkvæmdastýra Listvinnslunnar. 

15:35 – Afhending aðgengisviðurkenningar Reykjavíkur 
Viðurkenningin er veitt þeim einstaklingum, hópum, félagasamtökum, fyrirtækjum eða stofnunum sem á eftirtektarverðan hátt hafa staðið vörð um gott aðgengi með fjölbreyttum hætti.

Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Léttar veitingar í boði!

Fundarstjóri: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir