Hæfileikarík börn á frístundaheimilum í Breiðholti

Skóli og frístund

""
35 börn tóku þátt í hæfileikakeppninni Breiðholt got talent og sýndu hvað í þeim bjó. 
Frístundamiðstöðin Miðberg í Breiðholti steóð fyrir hæfileikakeppninni og tóku börn á frístundaheimilum og í félagsmiðstöðvum þátt. 
 
Föstudaginn 19. febrúar áttu börnin á frístundaheimilunum sviðið og sýndu þau tíu dans og söngvaatriði. Dómnefndin var ekki öfundsverð af því hlutskipti að skera úr um hver færi með sigur af hólmi. Öll atriðin fengu því viðurkenningu, t.d. frumlegasta atriðið, bjartasta vonin og svalasta atriðið. 
 
Svo fóru leikar að Rakel Ósk Ólafsdóttir á frístundaheimilinu Álfheimum sigraði keppnina en hún gerði sér lítið fyrir og söng sjálft sigurlagið í Eurovision-keppninni "Raddirnar" eftir Grétu Salóme.